Met-skilnaður Eddu Björgvins 13. mars 2007 07:30 Edda Björgvinsdóttur leikur yfirgefnu eiginkonuna Ástu í einleiknum Alveg brilljant skilnaður, sem hún hefur nú sýnt 150 sinnum. „Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir DeNiro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir DeNiro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira