Skýrari stefnu um innflytjendamál fyrir kosningar í vor Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2007 00:01 Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun