Íslenski boltinn

Máli ÍR og KA/Þórs lokið

Mynd/Heiða

Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur.

ÍR tefldi fram markverðinum Berglindi Magnúsdóttur í leikjunum gegn Þór/KA, en hún var ólögleg vegna þess að hún hafði áður spilað með tveimur öðrum liðum á leiktíðinni. Þór/KA kærði þetta til KSÍ, sem hafði raunar veitt leikmanninum leikheimild þó það stangaðist á við reglur. Dómstóll ÍSÍ sá málið þannig að ábyrgðin hefði legið hjá félaginu en ekki KSÍ og því verða það norðanstúlkur sem fá sæti í Landsbankadeildinni en ÍR situr eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×