
Fótbolti
Cannavaro maður ársins

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro var í kvöld kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA, Alþjóða Knattspyrnusambandinu. Zinedine Zidane varð í öðru sæti og Ronaldinho í því þriðja. Þetta eru þriðju verðlaunin sem Cannavaro sópar til sín á skömmum tíma, en hann var fyrir stuttu kjörinn knattspyrnumaður Evrópu.