Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ 14. desember 2006 13:55 MYND/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta. Samráð olíufélaga Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta.
Samráð olíufélaga Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent