Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð 13. desember 2006 15:01 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira