Demókratinn Webb lýsir yfir sigri í Virginíu 8. nóvember 2006 07:40 Jim Webb með dóttur sinni á kosninganótt MYND/AP Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira