Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar 26. október 2006 13:58 MYND/GVA Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira