Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar 26. október 2006 13:58 MYND/GVA Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira