Afkoma Bakkavarar yfir væntingum 26. október 2006 09:45 Mynd/Haraldur Jónasson Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hagnaður Bakkavarar nam 6 milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins og 2,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Sala félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 10,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 14,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og jókst um 88 prósent milli tímabila. Þá nam EBITDA á þriðja ársfjórðungi 5,3 milljörðum króna, sem er 49 prósenta aukning. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 9,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut var 1,8 pens á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 44 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá nam eigið fé Bakkavarar Group 27,2 milljörðum króna í lok september samanborið við 16,7 milljarða króna í lok síðasta árs. Haft er eftir Ágústí Guðmundssyni, forstjóra Bakkavarar Group, að afkoman endurspegli velgengni félagsins en tímabilið einkenndist af stöðugum vexti og áframhaldandi hagnaði. Afkoma félagsins í Kína er í takt við væntingar stjórnenda og við höldum áfram að leita áhugaverðra tækifæra í Asíu. Í dag kynnum við nýtt merki félagsins og um leið sameinast öll starfsemi okkar undir einu nafni, Bakkavör Group. Þetta endurspeglar styrk og einingu félagsins sem hefur aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar," segir Ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hagnaður Bakkavarar nam 6 milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins og 2,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Sala félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 10,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 14,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og jókst um 88 prósent milli tímabila. Þá nam EBITDA á þriðja ársfjórðungi 5,3 milljörðum króna, sem er 49 prósenta aukning. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 9,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut var 1,8 pens á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 44 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá nam eigið fé Bakkavarar Group 27,2 milljörðum króna í lok september samanborið við 16,7 milljarða króna í lok síðasta árs. Haft er eftir Ágústí Guðmundssyni, forstjóra Bakkavarar Group, að afkoman endurspegli velgengni félagsins en tímabilið einkenndist af stöðugum vexti og áframhaldandi hagnaði. Afkoma félagsins í Kína er í takt við væntingar stjórnenda og við höldum áfram að leita áhugaverðra tækifæra í Asíu. Í dag kynnum við nýtt merki félagsins og um leið sameinast öll starfsemi okkar undir einu nafni, Bakkavör Group. Þetta endurspeglar styrk og einingu félagsins sem hefur aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar," segir Ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira