Beinar útsendingar um helgina

NBA TV sjónvarpsstöðin heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA um helgina, en nú er farið að styttast verulega í að deildarkeppnin sjálf hefjist. Á laugardagskvöldið verður leikur Dallas og Washington í beinni útsendingu klukkan hálf eitt og á sama tíma á sunnudagskvöldið eigast við Texas-liðin Houston og San Antonio.