Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður 16. október 2006 11:34 Vavunya á Sri Lanka. MYND/AP Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina. Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina.
Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira