Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu góðan 37-31 útisigur á Lubbecke. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson 5. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum.
Wilhelmshavener lagði Balingen 33-26 og þar skoraði Gylfi Gylfason 2 mörk og Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg lögðu Nordhorn 32-27.