Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr.
Sú ótrúlega staða kom upp í leiknum í kvöld að báðir markverðir Chelsea meiddust og eru því tæpir fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Barcelona í vikunni. Petr Cech meiddist strax eftir fimm mínútur og Carlo Cudicini rotaðist eftir samstuð í uppbótartíma leiksins og því þurfti John Terry að bregða sér í Chelsea síðustu mínútuna í leiknum. Andre Bikey hjá Reading og Obi Mikel hjá Chelsea voru báðir reknir af velli með tvö gul spjöld.