Danskur fjölmiðlafræðingur telur að Nyhedsavisen, sem Dagsbrún gefur út í Danmörku, hafi mesta möguleika fríblaðanna til þess að lifa af stríðið sem þar stendur yfir.
Fjölmiðlamenn í Skandivavíu hafa áhyggjur af þessu stríði, sem verður gríðarlega dýrt. Það hófst þegar Dagsbrún tilkynnti að hún hyggðist gefa út fríblað, í anda Fréttablaðsins, sem dreift yrði inn á öll heimili í Danmörku. Berlingske og Politikens-hus brygðust við með því að hefja útgáfu á eigin fríblöðum .
Peter from Jakobsen, fjölmiðlafræðingur við Blaðamannaskólann í Árósum telur að að minnsta kosti eitt fríblaðanna muni deyja fljótlega. Jafnvel öll. Hann hefur mesta trú á því að Nyhedsavisen standi sig. Það sé miklu betur undirbúið en fríblöð keppinautanna, sem hafi verið ýtt úr vör í skyndingu.
Þessi fríblöð séu líka gefin út í samkeppni við eigin áskriftarblöð útgefendanna, og séu því að éta þau innanfrá.