Arsene Wenger, stjóri Arsenal, getur nú glaðst yfir þeim tíðindum að tveir að leikmönnum hans sem verið hafa meiddir eru nú óðum að ná sér og ættu að verða klárir í slaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst eftir landsleikjahlé.
Gael Clichy og Philippe Senderos spiluðu báðir í sigri varaliðs Arsenal á West Ham í gær, en þetta var í fyrsta sinn sem þeir spila á leiktíðinni. Senderos hefur ekki spilað síðan hann meiddist illa á öxl með landsliði Sviss á HM, en Clichy hefur átt við fótameiðsli að stríða.