Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.
Samuel Eto´o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Barcelona en Lionel Messi það þriðja. Ronaldinho snéri aftur í lið Barcelona og fór á kostum.