
Körfubolti
Lokaútkall á Ísland - Finnland

Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum.