Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon 4. ágúst 2006 18:45 Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira