Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon 4. ágúst 2006 18:45 Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira