Vopnahlé óþarft 29. júlí 2006 19:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili. Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili.
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira