
Erlent
Fimm særðust í loftárásum Ísraelsmanna í nótt

Fimm særðust, þeirra á meðal átta ára stúlka, í loftárásum Ísraelsmanna nærri Gaza borg í nótt. Ísraelski herinn segir að loftárásin hafi verið gerð á bíl sem flutti hermenn Hamas-samtakanna. Fimm hermenn sluppu úr bílnum. Hamasliðar hafa viðurkennt að sprengiefni hafi verið í bílnum sem loftárásin var gerð á. Ísraelsher gerði einnig loftárás á hóp Palestínskra hermanna í austurhluta Gaza borgar í nótt. Einn lést og annar særðist í þeirri árás.