Sjötug mamma 8. júlí 2006 17:29 Mynd/Getty Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári. Erlent Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári.
Erlent Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira