Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum.
Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir á borð við Dynasty, Beverly Hills níu núll tveir einn núll, Melrose Place og Charlie´s Angels.
Spelling setti ýmis met á ferlinum og munu hinar fjölmörgu þáttaraðir sem hann framleiddi hafa skilað af sér samanlagt rúmlega þrjú þúsund þáttum.