Varað við hryðjuverkamanni 2003 19. júní 2006 22:45 Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í útdrætti úr bók Pulitzer-verðlaunahafans Rons Suskinds sem birtur er í breska dagblaðinu Time í dag. Þar segir að bandaríska leyniþjónustan hafi varað breska starfsbræður sína við Mohammad Sidique Khan þegar árið 2003. Þá var honum bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Í bókinni segir að bandarískir sérfræðingar í málefnum al-Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi fylgst með Khan fyrir bandarísku leyniþjónustuna allar götur frá árinu 2002. Í skýrslu þingnefndar um hryðjuverkaárasirnar, sem kynnt var fyrir skömmu, segir að breskir leyniþjónustumenn hafi haft tækifæri til að fylgjast með Khan á árunum 2003 og 2004 en ekki var talin þörf á því þar sem hann væri á jaðri samtakanna og ekki talinn líklegur til stórræða. 52 fórust í árásunum í fyrra og var Khan einn fjögurra sem sprengdi sig í loft upp. Fleiri uppljóstranir er að finna í bók Suskinds. Þar segir að al Kaída hafi skipulagt umfangsmikla gasárás í neðanjarðarlestum New York borgar í ársbyrjun 2003 en hætti við áður en af árásinni varð. Áætlað var að helypa vetnisblásýrugasi inn í vagna neðanjarðarlestakerfisins. Sérfræðingar telja að mun fleiri hefðu látið lífið í slíkri árás en í árásunum ellefta september 2001. Lögreglan í New York segist hafa vitað af fyrirhugaðri árás og hafi undirbúið sig undir hana en Alríkislögreglan FBI vildi ekki staðfesta smáatriði í bók Suskinds. Erlent Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í útdrætti úr bók Pulitzer-verðlaunahafans Rons Suskinds sem birtur er í breska dagblaðinu Time í dag. Þar segir að bandaríska leyniþjónustan hafi varað breska starfsbræður sína við Mohammad Sidique Khan þegar árið 2003. Þá var honum bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Í bókinni segir að bandarískir sérfræðingar í málefnum al-Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi fylgst með Khan fyrir bandarísku leyniþjónustuna allar götur frá árinu 2002. Í skýrslu þingnefndar um hryðjuverkaárasirnar, sem kynnt var fyrir skömmu, segir að breskir leyniþjónustumenn hafi haft tækifæri til að fylgjast með Khan á árunum 2003 og 2004 en ekki var talin þörf á því þar sem hann væri á jaðri samtakanna og ekki talinn líklegur til stórræða. 52 fórust í árásunum í fyrra og var Khan einn fjögurra sem sprengdi sig í loft upp. Fleiri uppljóstranir er að finna í bók Suskinds. Þar segir að al Kaída hafi skipulagt umfangsmikla gasárás í neðanjarðarlestum New York borgar í ársbyrjun 2003 en hætti við áður en af árásinni varð. Áætlað var að helypa vetnisblásýrugasi inn í vagna neðanjarðarlestakerfisins. Sérfræðingar telja að mun fleiri hefðu látið lífið í slíkri árás en í árásunum ellefta september 2001. Lögreglan í New York segist hafa vitað af fyrirhugaðri árás og hafi undirbúið sig undir hana en Alríkislögreglan FBI vildi ekki staðfesta smáatriði í bók Suskinds.
Erlent Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira