Ólgan vex í Sómalíu 18. júní 2006 19:30 Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira