Eþíópískt herlið réðst inn í Sómalíu morgun eftir að ljóst varð að íslamskir skæruliðar væru komnir í seilingarfjarlægð við borgina Baidoa, þar sem sómalska bráðabirgðastjórnin hefur aðsetur. Skæruliðarnir náðu yfirráðum yfir höfuðborginni Mogadishu í gær eftir miklar róstur þar að undanförnu. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, er dyggur bandamaður eþíópískra stjórnvalda, sem aftur hafa notið velvildar Bandaríkjamanna í stríðinu gegn hryðjuverkum, og því vilja þau koma í veg fyrir að skæruliðarnir nái að steypa sómölskum stjórninni af stóli.

