Ekki hægt að segja nei við Barcelona 14. júní 2006 20:13 Eiður Smári er hér við undirritun samnings síns í Barcelona í dag, en með honum á myndinni eru þeir Joan Laporta forseti félagsins og Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Sjá meira