Sautján manns voru handteknir í Ontario-héraði í Kanada um helgina vegna gruns um aðild þeirra að skipulagningu á hryðjuverkum í landinu. Tólf hinna handteknu komu fyrir dómara í dag í borginni Brampton, vestur af Toronto, þar sem ákærurnar gegn þeim voru kunngjörðar. Að sögn kanadískra fjölmiðla er fólkið meðal annars ákært fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir á kanadíska þinghúsið og kauphöll landsins, auk innflutnings á vopnum og aðild að hryðjuverkasamtökum.
Grunuð um skipulagningu hryðjuverka í Kanada
