Grunur um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 09:15 Bandarískir hermenn á götum Haditha í Írak. MYND/AP Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira