Tekur aftur við oddvitahlutverkinu 28. maí 2006 19:45 MYND/E.Ól. Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira