Sögulegur sigur hjá Dallas 23. maí 2006 05:58 Dirk Nowitzki og Jason Terry fagna hér tímamótasigri Dallas á meisturum San Antonio í nótt, eftir ótrúlegan framlengdan oddaleik sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn AFP Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira