Meistararnir gefast ekki upp 18. maí 2006 08:45 Tim Duncan var frábær í leiknum í gær NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira
Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira