Meistararnir gefast ekki upp 18. maí 2006 08:45 Tim Duncan var frábær í leiknum í gær NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti