Cleveland að takast hið ómögulega? 18. maí 2006 08:00 Cleveland er komið yfir 3-2 gegn Detroit sem er staða sem engan óraði fyrir áður en einvígið hófst NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira