Nú er ljóst að leikmenn Tottenham sem veiktust fyrir lokaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á dögunum veiktust ekki af matareitrun eins og talið var í fyrstu, eftir að ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að ekkert athugavert var við matvæli eða hreinlætisaðbúnað á hótelinu þar sem liðið snæddi kvöldið fyrir leik.
Hótelið hefur því verið hreinsað af öllum grun í málinu og talið er víst að veikindi leikmannanna hafi stafað af vírus sem einhver knattspyrnumannana eða starfsmanna hafi fengið, sem svo hafi smitast út í kjölfarið.