Sam Cassell kláraði Phoenix 15. maí 2006 13:00 Sam Cassell tók málin í sínar hendur á lokasprettinum í nótt NordicPhotos/GettyImages Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira