Stjórnarformaður Charlton Athletic segir að fresturinn til að sækja um starf knattspyrnustjóra hjá liðinu í kjölfar afsagnar Alan Curbishley sé runninn út og segir hann að næstu dagar og vikur fari í að ræða við þá stjóra sem stjórninni líst hvað best á.
Charlton vill ekkert gefa upp í þessu sambandi, hvorki hvenær búist er við ráðningu eða hversu margir stjórar koma til greina af þeim sem koma þykja til greina. Menn eins og Glenn Hoddle hjá Wolves, Peter Taylor hjá Hull, Steve Coppell hjá Reading, Phil Parkinson hjá Colchester og Martin Allen hjá Brentford, hafa þegar verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegri eftirmenn Curbishley.