Fyrrum fyrirliði Birmingham sparar ekki stóru orðin nú þegar hann er á förum frá félaginu og kennir Steve Bruce um að liðið hafi fallið í fyrstu deildina í vetur. Hann segir ennfremur að liðið hafi enga sál.
"Mér þykir leiðinlegt að segja þetta, en þegar allt er talið er það auðvitað knattspyrnustjórinn sem verður að axla ábyrgðina þegar lið fellur niður um deild. Ef engar breytingar eru gerðar, munu leikmenn og stuðningsmenn aldrei uppskera þann árangur sem þeir eiga skilið að ná. Birmingham hefur engan hjartslátt - og það sem ég hef meiri áhyggjur af - enga sál," sagði Cunningham.