Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks.
Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn


Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti




