Tottenham heimtar annan leik 9. maí 2006 16:45 Leikmenn og stuðningsmenn Tottenham telja sig illa svikna eftir atburðarás helgarinnar NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. "Leikurinn á sunnudaginn var eins og bikarúrslitaleikur fyrir lið okkar og því var afar súrt að liðið hafi þurft að mæta til leiks undir þessum kringumstæðum," sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham í bréfi sínu til forráðamanna úrvalsdeildarinnar. "Við höfum fengið staðfestingu á því frá meirihluta liðanna í úrvalsdeildinni að þeim þyki réttast í stöðunni að fara fram á að leikurinn verði spilaður aftur, því öllum hefði þótt eðlilegast að leiknum hefði verið frestað vegna veikinda leikmanna. Því höfum við ákveðið að fara fram á að leikurinn við West Ham verði spilaður á ný," segir í bréfi Levy, en hann bætir við að þessi ótrúlega atburðarás í kring um lokaumferðina hafi farið illa í stuðningsmenn Tottenham, sem margir hverjir séu þess fullvissir að brögð hafi verið í tafli. Talsmaður úrvalsdeildarinnar hefur þegar gefið út að úrslit leiksins á sunnudag muni standa, en segir að tekið verði tillit til bréfsins frá Levy og innihald þess rætt vandlega. Rannsókn á matvælum hótelsins þar sem leikmenn Tottenham snæddu kvöldið fyrir leikinn er enn í gangi, en rannsóknin miðast þó ekki við að um sakamál sé að ræða. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira
Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni. "Leikurinn á sunnudaginn var eins og bikarúrslitaleikur fyrir lið okkar og því var afar súrt að liðið hafi þurft að mæta til leiks undir þessum kringumstæðum," sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham í bréfi sínu til forráðamanna úrvalsdeildarinnar. "Við höfum fengið staðfestingu á því frá meirihluta liðanna í úrvalsdeildinni að þeim þyki réttast í stöðunni að fara fram á að leikurinn verði spilaður aftur, því öllum hefði þótt eðlilegast að leiknum hefði verið frestað vegna veikinda leikmanna. Því höfum við ákveðið að fara fram á að leikurinn við West Ham verði spilaður á ný," segir í bréfi Levy, en hann bætir við að þessi ótrúlega atburðarás í kring um lokaumferðina hafi farið illa í stuðningsmenn Tottenham, sem margir hverjir séu þess fullvissir að brögð hafi verið í tafli. Talsmaður úrvalsdeildarinnar hefur þegar gefið út að úrslit leiksins á sunnudag muni standa, en segir að tekið verði tillit til bréfsins frá Levy og innihald þess rætt vandlega. Rannsókn á matvælum hótelsins þar sem leikmenn Tottenham snæddu kvöldið fyrir leikinn er enn í gangi, en rannsóknin miðast þó ekki við að um sakamál sé að ræða.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira