Nash verðmætasti leikmaðurinn 8. maí 2006 05:00 Steve Nash heldur hér á styttunni góðu og gefur til kynna að hann sé að vinna hana annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum