Nash verðmætasti leikmaðurinn 8. maí 2006 05:00 Steve Nash heldur hér á styttunni góðu og gefur til kynna að hann sé að vinna hana annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira
Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira