Vonir Crystal Palace um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nánast hurfu í dag þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Watford, 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitaumspili 1. deildar. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Watford eftir helgi og mun sigurvegarinn úr þessari rimmu mæta annað hvort Leeds eða Preston í úrslitaleik um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.
Leeds og Preston gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í gærkvöldi. Liðin leika aftur á mánudagskvöld um réttinn til að leika úrslitaleik um lausa sætið í úrvalsdeildinni. Reading og Sheffield Utd sem höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarinnar hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Watford rassskellti Crystal Palace

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

