Detroit valtaði yfir Milwaukee 4. maí 2006 05:10 Rip Hamilton var sjóðandi heitur gegn Milwaukee í nótt og hitti úr 15 af 23 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira