Detroit valtaði yfir Milwaukee 4. maí 2006 05:10 Rip Hamilton var sjóðandi heitur gegn Milwaukee í nótt og hitti úr 15 af 23 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira