Hefði aðeins geta skorað þetta mark gegn Englendingum 2. maí 2006 17:00 Diego Maradona kyssir HM-styttuna eftir sigurinn fyrir 20 árum NordicPhotos/GettyImages Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Argentínumenn unnu þennan sögufræga leik 2-1 og enduðu á því að vinna mótið. Fyrra mark Maradona var eitt það alræmdasta í sögu keppninnar, en það síðara líklega glæsilegasta mark allra tíma. Fyrra markið kom eftir að Maradona notaði "hönd Guðs" til að koma boltanum framhjá Peter Shilton í marki Englendinga, en það síðara eftir að hann lék á hálft enska liðið frá sínum eigin vallarhelmingi og skoraði. "Ég hefði aldrei skorað þetta mark gegn öðru liði en því enska. Ef þetta hefði verið gegn Brasilíu, Úrúgvæ eða Ítalíu, hefði ég verið sparkaður niður með fólskubrögðum. Englendingarnir eru hinsvegar ekki þannig. Þeir eru heiðursmenn á velli og göfugri en það að beita slíkum brögðum," sagði Maradona og útskýrði enn og aftur atvikið þar sem hann skoraði með höndinni. "Jú, ég skoraði með höndinni - ég viðurkenni það, en ég vil ekki kalla það að svindla. Ég vil frekar kjósa þetta útsjónarsemi eða prakkaraskap en svindl. Það er einfaldlega munur á því hvernig litið er á svona atvik í Suður-Ameríku eða á Englandi, en ég skoraði áður með höndinni fyrir Argentínu. Ég kallaði þetta hönd Guðs því það er Guð sem gefur okkur hendurnar og úr því að tveir menn (dómari og línuvörður) sáu ekki atvikið - hlaut þetta að vera hönd Guðs," sagði Maradona. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Argentínumenn unnu þennan sögufræga leik 2-1 og enduðu á því að vinna mótið. Fyrra mark Maradona var eitt það alræmdasta í sögu keppninnar, en það síðara líklega glæsilegasta mark allra tíma. Fyrra markið kom eftir að Maradona notaði "hönd Guðs" til að koma boltanum framhjá Peter Shilton í marki Englendinga, en það síðara eftir að hann lék á hálft enska liðið frá sínum eigin vallarhelmingi og skoraði. "Ég hefði aldrei skorað þetta mark gegn öðru liði en því enska. Ef þetta hefði verið gegn Brasilíu, Úrúgvæ eða Ítalíu, hefði ég verið sparkaður niður með fólskubrögðum. Englendingarnir eru hinsvegar ekki þannig. Þeir eru heiðursmenn á velli og göfugri en það að beita slíkum brögðum," sagði Maradona og útskýrði enn og aftur atvikið þar sem hann skoraði með höndinni. "Jú, ég skoraði með höndinni - ég viðurkenni það, en ég vil ekki kalla það að svindla. Ég vil frekar kjósa þetta útsjónarsemi eða prakkaraskap en svindl. Það er einfaldlega munur á því hvernig litið er á svona atvik í Suður-Ameríku eða á Englandi, en ég skoraði áður með höndinni fyrir Argentínu. Ég kallaði þetta hönd Guðs því það er Guð sem gefur okkur hendurnar og úr því að tveir menn (dómari og línuvörður) sáu ekki atvikið - hlaut þetta að vera hönd Guðs," sagði Maradona.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira