Forráðamenn Sunderland hafa nú staðfest að viðræður séu hafnar við hóp fjárfesta sem íhuga að eignast meirihluta í félaginu. Það er fyrrum leikmaður Sunderland, Niall Quinn, sem fer fyrir hópnum, en stjórnarformaður félagsins segist vera tilbúinn að selja rúmlega helmings hlut sinn ef hann fær tilboð sem hann getur sætt sig við.
