Skammarleg framkoma Webber og Iverson 19. apríl 2006 07:00 Chris Webber og Allen Iverson gerðu ansi lítið úr þjálfara sínum í nótt og sýndu stuðningsmönnum Philadelphia litla virðingu með framkomu sinni. Philadelphia var í góðri stöðu með að komast í úrslitakeppnina fyrir nokkrum vikum, en klúðraði því með tilþrifum á lokasprettinum. Eigandi liðsins hefur boðað miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar NordicPhotos/GettyImages Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira