Markvörðurinn Chris Kirkland sem spilað hefur sem lánsmaður hjá West Brom í vetur segist vel geta hugsað sér að ganga til liðs við félagið til frambúðar, svo fremi sem það haldi sér í úrvalsdeildinni. Kirkland er leikmaður Liverpool, en hefur fengið að vita að hann sé ekki inni í myndinni sem aðalmarkvörður þar á bæ. Framtíð markvarðarins er því með öllu óráðin - því ekki er útlitið gott hjá liði West Brom í fallbaráttunni.
Kirkland verður áfram ef liðið heldur sér uppi

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn