Forseti Real Madrid segist nú vera búinn að ákveða hvern hann geri að næsta þjálfara spænska stórveldisins, en neitar að gefa upp nafn hans. Margir af frægustu knattspyrnustjórum í Evrópu hafa verið orðaðir við stöðuna, en flestir þeirra hafa þegar neitað að vera á leið til Real Madrid.
"Ég hef íhugað málið vandlega og er nú búinn að ákveða hvern ég ræð í stöðuna. Næsti stjóri mun hafa góð ítök í stefnu okkar í leikmannamálum og ætlunin hjá okkur á næstunni er að byggja meira upp á ungum hæfileikamönnum sem við höfum alið upp hjá félaginu í stað þess að kaupa stjórstjörnur á hátindi ferilsins," sagði Martin.